Greinasafn (Síða 30)
Fyrirsagnalisti

Skýrari leikreglur um erlenda starfsmenn og erlend fyrirtæki
Til þess að markaðslögmál virki og skili hagkvæmri niðurstöðu fyrir þá, sem á markaði starfa, þurfa leikreglurnar að vera skýrar og skiljanlegar. Ennfremur þarf að tryggja að allir fari að þeim leikreglum sem eiga að gilda. Þetta á ekki síður við á vinnumarkaði en öðrum mörkuðum.

Sundabrautarsamráð
Samráðið þingnefnda við hagsmunaaðila í þjóðfélaginu, sem fer fram með skriflegum umsögnum og fundum í nefndum Alþingis er með þeim hætti að oftar en ekki virðist fyrirfram ákveðið að hunsa slíkar umsagnir jafnvel þó að þær séu vandaðar, vel rökstuddar og fjöldi umsagna sé á eina lund. Tilgangurinn virðist sá einn að geta fært til bókar að haft hafi verið samráð við hagsmunaaðila.

Nýskipan stjórnarráðsins
Um árabil hefur verið rætt um nauðsyn þess að stokka upp Stjórnarráð Íslands og færa skipan þess til nútímalegra horfs. Samtök iðnaðarins hafa lengi bent á mikilvægi þess að hér verði aðeins eitt atvinnuvegaráðuneyti og þessi skoðun var síðast ítrekuð í ályktun Iðnþings frá 17. mars sl. þar sem segir m.a. að hverfa verði frá hólfaskiptingu stjórnarráðsins sem beri svip af atvinnulífi liðinnar aldar.

Stuðningur við nýsköpun og atvinnuþróun
Endurskoðun á því kerfi, sem er ætlað að efla og styðja atvinnuþróun og nýsköpun, er tímabær og því er það sérstakt fagnaðarefni að iðnaðar- og viðskiptaráðherra skuli hafa þau mál til umfjöllunar þessa dagana. Af því tilefni er rétt að gera grein fyrir afstöðu Samtaka iðnaðarins í þessum mikilvæga málaflokki.

Skýra stefnu og markvissar aðgerðir
Það er mikill misskilningur ef menn halda að uppbygging hátækniiðnaðar gerist sjálfkrafa á Íslandi á sama tíma og margar helstu samkeppnisþjóðir okkar hafa markað sér þá stefnu og sett sér skýr markmið sem öll miða að því að byggja upp og laða til sín hátæknifyrirtæki. Stjórn Samtaka iðnaðarins telur að stjórnvöld, í samvinnu við hagsmunaaðila, þurfi að móta skýra stefnu sem hafi að markmiði að hvetja til og greiða enn frekar fyrir uppbyggingu hátækniiðnaðar á Íslandi.

Olíugjaldið: Endalaus vitleysa?
Eins og alþjóð veit eru flest lög afgreidd á Alþingi í tveim stuttum lotum sem helst má líkja við uppþot. Það fyrra er í maí við og miðað við að þingmenn komist heim í sveitina áður en sauðburður hefst fyrir alvöru. Á haustin er lítið afgreitt af lagafrumvörpum fyrr en í byrjun jólaföstu en þá verður annað uppþot í þinginu þegar langþráð jólafrí þingmanna er í sjónmáli.

Rannsóknastofnanir ráðuneytanna eða atvinnuveganna?
Stefna Vísinda- og tækniráðs að halda rannsóknastofnunum atvinnuveganna enn um sinn í smáum og veikburða einingum er óskiljanleg. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum er ljóst að færa á rannsóknastofnanir atvinnuveganna enn frekar undir áhrifasvið atvinnuvegaráðuneytanna sem endurspegla í raun úrelt skipulag sem löngu er orðið tímabært að breyta. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hverjum sé þjónað með þeim tillögum sem nú liggja fyrir – atvinnulífinu eða ráðuneytunum?

Góður árangur en fallvaltur
Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og íslenska hagkerfið er lítið. Hvort tveggja er því mjög næmt fyrir öllum sveiflum þar sem inn og útstreymi vöru, þjónustu og peninga kemur við sögu. Gengi íslensku krónunnar skiptir sköpum fyrir afkomu samkeppnis- og útflutningsgreina okkar.

Skynsamleg ákvörðun
Það er afar ánægjulegt að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja samtals 2,5 milljörðum króna af söluandvirði Landssímans til þess að efla Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA). Raunar má segja að allur ferillinn við sölu og ráðstöfun söluandvirðis Símans hafi verið afar vel ígrundaður en það lýsir sér best í því að um þetta mál virðist ríkja alger sátt hjá þjóðinni og hefur þó oft verið deilt um smærri mál en þetta.

Framtíð fræðslumiðstöðva iðnaðarins
Það er stefna SI að stuðla að sameiningu FM, FHM, MFB og PTS í eina öfluga en um leið deildaskipta fræðslumiðstöð. Það er í senn raunhæfur og fýsilegur kostur bæði fjárhagslega og faglega.

Uppsveifla í byggingariðnaði og mannvirkjagerð
Byggingariðnaður er að tæknivæðast og hann er einnig í vaxandi mæli í samkeppni við erlend byggingarfyrirtæki og framleiðendur byggingarvara. Þessi þróun kallar á nútímalega stjórnunar- og rekstrarhætti og um leið færri og stærri fyrirtæki.

Útrás eða flótti
Það er fyllilega tímabært að íslensk stjórnvöld móti stefnu og framkvæmdaáætlun um hvernig við viljum að íslenskt atvinnulíf þróist á næstu árum og hvernig best verði tryggt að starfsskilyrði hér verði þannig að íslensk fyrirtæki geti byggt upp starfsemi hér á landi ekki síður en í öðrum löndum.
Síða 30 af 35