Greinasafn (Síða 31)
Fyrirsagnalisti

Forgangsröðun samgöngumannvirkja
Þau átök, sem nú eiga sér stað um skiptingu fjár til samgöngumála, eru engum til góðs. Þjóðin í heild tapar á því að ráðast í óarðbærar framkvæmdir meðan arðbærari verkefni bíða.

Óþrjótandi auðlind framtíðarinnar
Íslenska hagkerfið er nú orðið mun áþekkara því sem þekkist í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Um leið og það gerist átta menn sig á því að atvinnulíf okkar lýtur sömu lögmálum og atvinnulíf annarra þjóða. Þær þjóðir hafa áttað sig á því að framtíðin liggur í að nýta hugvitið, auðlindina sem sker sig úr að því leyti að hún vex þeim mun meira sem af henni er ausið.

Eru ekki allir í stuði!
Er nema von að öll þjóðin sé á því að nú sé veisla og rétt að taka þátt í gleðskapnum með myndarbrag?

Undarleg sýn á umheiminn
EES-samningurinn tryggir aðgang að 455 milljóna manna markaði, frelsi í viðskiptum, frjálst flæði fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls. Hann er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland á aðild að og hefur haft víðtæk áhrif á íslenskt atvinnulíf og samfélag.

Átak til að verjast kennitöluflakki
Auglýsingar SI og frásagnir í Íslenskum iðnaði af kennitöluflakki og svikum í viðskiptum hafa vakið mikil viðbrögð. Af þeim viðbrögðum að dæma er vandamálið stærra og alvarlegra en flesta grunar.

Fjölbreytt menntun eykur samkeppnishæfni
„Mannauðurinn skiptir miklu máli vegna þess að þegar allt kemur til alls snýst fyrirtækjarekstur um starfsemi fólks og byggist á framlagi þess. Hámörkun á arðsemi fyrirtækja helst í hendur við framfarasinnað, áhugasamt og vel hæft starfsfólk“ segir Sveinn Hannesson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.

Er iðnaðurinn á förum?
Við erum í opinni og óheftri samkeppni við ríki ESB um fjármagn, framleiðslu og vinnuafl. Ef eitthvað hallar á í starfsskilyrðum milli landa flyst framleiðslan óhindrað yfir landamærin segir Vilmundur Jósefsson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.

Afar góð reynsla af evrunni
Reynsla Evruþjóða af evrunni hefur verið afar góð síðan hún var tekin í notkun fyrir tæpum sex árum. Þetta kom fram á fundi sem Samtök iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands héldu sameiginlega 21. september.

Byggingariðnaðurinn og sveitarfélögin
Á Íslandi hefur sveitarfélögum fækkað mjög hin síðari ár en þó er langt frá því að fækkun þeirra sé í samræmi við breytt og aukið hlutverk þeirra í opinberri þjónustu, svo að ekki sé minnst á breyttar samgöngur, þróun byggðar og búsetu.

Nýsköpunarsjóður er sérstakur
Mikilvægt er að sjóðurinn geti verið sveigjanlegur og viðbragðsfljótur í starfsemi sinni og umfram allt þolinmóður í fjárfestingum sínum. Þetta er og á að vera sérstaða Nýsköpunarsjóðs og eðlilegt að ríkisvaldið sinni skyldum sínum við fjármögnun nýsköpunar í landinu með því að efla og auðvelda starfsemi hans á alla lund.

Samskipti atvinnulífs og stjórnvalda
Enginn ætlast til að hagsmunasamtök á borð við SI fái öllu ráðið ein en við ætlumst til að á okkur sé hlustað og tillögur okkar skoðaðar í fullri alvöru. Þess vegna er erfitt að sætta sig við það þegar stjórnvöld og þing sýna af sér óþarfa hroka og yfirgang í samskiptum við atvinnulífið.

Enn eitt misheppnað frumvarp um olíugjald
Enn einu sinni er komið fram frumvarp um olíugjald og kílómetragjald. Þessi skattheimta hefur verið til umfjöllunar á Alþingi árum saman og gengið á ýmsu án þess að niðurstaða hafi fengist.
Síða 31 af 35