Greinasafn (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

Sveinn Hannesson

30. sep. 2005 : Skynsamleg ákvörðun

Það er afar ánægjulegt að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja samtals 2,5 milljörðum króna af söluandvirði Landssímans til þess að efla Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA). Raunar má segja að allur ferillinn við sölu og ráðstöfun söluandvirðis Símans hafi verið afar vel ígrundaður en það lýsir sér best í því að um þetta mál virðist ríkja alger sátt hjá þjóðinni og hefur þó oft verið deilt um smærri mál en þetta.
Sveinn Hannesson

31. ágú. 2005 : Framtíð fræðslumiðstöðva iðnaðarins

Það er stefna SI að stuðla að sameiningu FM, FHM, MFB og PTS í eina öfluga en um leið deildaskipta fræðslumiðstöð. Það er í senn raunhæfur og fýsilegur kostur bæði fjárhagslega og faglega.
Sveinn Hannesson

15. júl. 2005 : Uppsveifla í byggingariðnaði og mannvirkjagerð

Byggingariðnaður er að tæknivæðast og hann er einnig í vaxandi mæli í samkeppni við erlend byggingarfyrirtæki og framleiðendur byggingarvara. Þessi þróun kallar á nútímalega stjórnunar- og rekstrarhætti og um leið færri og stærri fyrirtæki.
Sveinn Hannesson

15. jún. 2005 : Útrás eða flótti

Það er fyllilega tímabært að íslensk stjórnvöld móti stefnu og framkvæmdaáætlun um hvernig við viljum að íslenskt atvinnulíf þróist á næstu árum og hvernig best verði tryggt að starfsskilyrði hér verði þannig að íslensk fyrirtæki geti byggt upp starfsemi hér á landi ekki síður en í öðrum löndum.
Sveinn Hannesson

29. maí 2005 : Forgangsröðun samgöngumannvirkja

Þau átök, sem nú eiga sér stað um skiptingu fjár til samgöngumála, eru engum til góðs. Þjóðin í heild tapar á því að ráðast í óarðbærar framkvæmdir meðan arðbærari verkefni bíða.
Sveinn Hannesson

26. apr. 2005 : Óþrjótandi auðlind framtíðarinnar

Íslenska hagkerfið er nú orðið mun áþekkara því sem þekkist í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Um leið og það gerist átta menn sig á því að atvinnulíf okkar lýtur sömu lögmálum og atvinnulíf annarra þjóða. Þær þjóðir hafa áttað sig á því að framtíðin liggur í að nýta hugvitið, auðlindina sem sker sig úr að því leyti að hún vex þeim mun meira sem af henni er ausið.
Sveinn Hannesson

22. feb. 2005 : Eru ekki allir í stuði!

Er nema von að öll þjóðin sé á því að nú sé veisla og rétt að taka þátt í gleðskapnum með myndarbrag?
Jón Steindór Valdimarsson

25. jan. 2005 : Undarleg sýn á umheiminn

EES-samningurinn tryggir aðgang að 455 milljóna manna markaði, frelsi í viðskiptum, frjálst flæði fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls. Hann er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland á aðild að og hefur haft víðtæk áhrif á íslenskt atvinnulíf og samfélag.
Sveinn Hannesson

21. des. 2004 : Átak til að verjast kennitöluflakki

Auglýsingar SI og frásagnir í Íslenskum iðnaði af kennitöluflakki og svikum í viðskiptum hafa vakið mikil viðbrögð. Af þeim viðbrögðum að dæma er vandamálið stærra og alvarlegra en flesta grunar.
Sveinn Hannesson

25. nóv. 2004 : Fjölbreytt menntun eykur samkeppnishæfni

„Mannauðurinn skiptir miklu máli vegna þess að þegar allt kemur til alls snýst fyrirtækjarekstur um starfsemi fólks og byggist á framlagi þess. Hámörkun á arðsemi fyrirtækja helst í hendur við framfarasinnað, áhugasamt og vel hæft starfsfólk“ segir Sveinn Hannesson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
Vilmundur Jósefsson formaður SI

21. okt. 2004 : Er iðnaðurinn á förum?

Við erum í opinni og óheftri samkeppni við ríki ESB um fjármagn, framleiðslu og vinnuafl. Ef eitthvað hallar á í starfsskilyrðum milli landa flyst framleiðslan óhindrað yfir landamærin segir Vilmundur Jósefsson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
Þorsteinn Þorgeirsson

1. okt. 2004 : Afar góð reynsla af evrunni

Reynsla Evruþjóða af evrunni hefur verið afar góð síðan hún var tekin í notkun fyrir tæpum sex árum. Þetta kom fram á fundi sem Samtök iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands héldu sameiginlega 21. september.
Síða 31 af 35