Greinasafn (Síða 32)

Fyrirsagnalisti

Sveinn Hannesson

27. ágú. 2004 : Byggingariðnaðurinn og sveitarfélögin

Á Íslandi hefur sveitarfélögum fækkað mjög hin síðari ár en þó er langt frá því að fækkun þeirra sé í samræmi við breytt og aukið hlutverk þeirra í opinberri þjónustu, svo að ekki sé minnst á breyttar samgöngur, þróun byggðar og búsetu.

Jón Steindór Valdimarsson

14. júl. 2004 : Nýsköpunarsjóður er sérstakur

Mikilvægt er að sjóðurinn geti verið sveigjanlegur og viðbragðsfljótur í starfsemi sinni og umfram allt þolinmóður í fjárfestingum sínum. Þetta er og á að vera sérstaða Nýsköpunarsjóðs og eðlilegt að ríkisvaldið sinni skyldum sínum við fjármögnun nýsköpunar í landinu með því að efla og auðvelda starfsemi hans á alla lund.
Sveinn Hannesson

18. jún. 2004 : Samskipti atvinnulífs og stjórnvalda

Enginn ætlast til að hagsmunasamtök á borð við SI fái öllu ráðið ein en við ætlumst til að á okkur sé hlustað og tillögur okkar skoðaðar í fullri alvöru. Þess vegna er erfitt að sætta sig við það þegar stjórnvöld og þing sýna af sér óþarfa hroka og yfirgang í samskiptum við atvinnulífið.
Sveinn Hannesson

13. maí 2004 : Enn eitt misheppnað frumvarp um olíugjald

Enn einu sinni er komið fram frumvarp um olíugjald og kílómetragjald. Þessi skattheimta hefur verið til umfjöllunar á Alþingi árum saman og gengið á ýmsu án þess að niðurstaða hafi fengist.
Jón Steindór Valdimarsson

19. apr. 2004 : Afnemum tvöfalt kerfi neysluskatta

Á síðustu misserum hafa margvíslegar endurbætur orðið í skattkerfinu og enn frekari umbætur hafa verið boðaðar. Þetta er fagnaðarefni.
Sveinn Hannesson

25. feb. 2004 : Afturgöngur í atvinnulífinu

Opinberir aðilar og lánastofnanir mega ekki ýta undir kennitöluflakk og undirboð, segir Sveinn Hannesson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
Sveinn Hannesson

30. jan. 2004 : 10 ára afmæli EES samningsins

Fráfarandi sendiherra ESB á Íslandi, Gerhard Sabathil, kemst skemmtilega að orði í nokkurs konar kveðjuviðtali sem birtist í Morgunblaðinu nú á Þorláksmessu.
Þorsteinn Þorgeirsson

1. des. 2003 : Hættan af háum vöxtum

Gríðarlegar stóriðjufjárfestingar á komandi árum munu hafa ruðningsáhrif á fjölda atvinnugreina og mörg störf í landinu.

Sveinn Hannesson

1. nóv. 2003 : Ekki olíugjald ofan á kílómetragjald

Árum saman hefur verið um það rætt hvort samræma eigi gjaldtöku af dísilbifreiðum og bensínbifreiðum þannig að skattheimta af dísilbifreiðum verði færð frá því að vera gjald á ekna kílómetra yfir í gjald á eldsneyti líkt og tíðkast í flestum nágrannalöndum í Evrópu.

Sveinn Hannesson

1. okt. 2003 : Eiga bankarnir að þjóna fyrirtækjunum eða eiga þau?

Miklar breytingar hafa orðið á íslenskri fjármálaþjónustu hin síðari ár og flestar til hins betra. Sameining banka og einkavæðing þeirra var löngu tímabær breyting. Framboð af hvers konar sérhæfðri fjármálaþjónustu hefur stóraukist og fagmennska í íslenskum fjármálastofnunum er mun meiri en áður var.

Jón Steindór Valdimarsson

1. sep. 2003 : Drifkraftur frumkvöðla og nýsköpunar

Framfarir og hagsæld eru drifnar áfram af fólki sem á það sameiginlegt að sýna frumkvæði, vera djarft, sjálfstætt, hugmyndaauðugt, og fylgið sér. Nauðsynlegt er að skapa frjóan jarðveg fyrir fólk af þessu tagi og hugmyndir þess. Það verður að gera með því að skapa drifkraft í samfélaginu sem felur í sér hvatningu, viðurkenningu og stuðning við frumkvæði, frumkvöðla og nýsköpun.

Sveinn Hannesson

1. ágú. 2003 : Samkeppnismál í brennidepli

Á þessu sumri má segja að kastljós fjölmiðla hafi mjög beinst að samkeppnismálum eða öllu heldur skorti á samkeppni.

Síða 32 af 35