Greinasafn (Síða 32)
Fyrirsagnalisti
Átak til að verjast kennitöluflakki
Auglýsingar SI og frásagnir í Íslenskum iðnaði af kennitöluflakki og svikum í viðskiptum hafa vakið mikil viðbrögð. Af þeim viðbrögðum að dæma er vandamálið stærra og alvarlegra en flesta grunar.
Fjölbreytt menntun eykur samkeppnishæfni
„Mannauðurinn skiptir miklu máli vegna þess að þegar allt kemur til alls snýst fyrirtækjarekstur um starfsemi fólks og byggist á framlagi þess. Hámörkun á arðsemi fyrirtækja helst í hendur við framfarasinnað, áhugasamt og vel hæft starfsfólk“ segir Sveinn Hannesson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
Er iðnaðurinn á förum?
Við erum í opinni og óheftri samkeppni við ríki ESB um fjármagn, framleiðslu og vinnuafl. Ef eitthvað hallar á í starfsskilyrðum milli landa flyst framleiðslan óhindrað yfir landamærin segir Vilmundur Jósefsson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
Afar góð reynsla af evrunni
Reynsla Evruþjóða af evrunni hefur verið afar góð síðan hún var tekin í notkun fyrir tæpum sex árum. Þetta kom fram á fundi sem Samtök iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands héldu sameiginlega 21. september.
Byggingariðnaðurinn og sveitarfélögin
Á Íslandi hefur sveitarfélögum fækkað mjög hin síðari ár en þó er langt frá því að fækkun þeirra sé í samræmi við breytt og aukið hlutverk þeirra í opinberri þjónustu, svo að ekki sé minnst á breyttar samgöngur, þróun byggðar og búsetu.
Nýsköpunarsjóður er sérstakur
Mikilvægt er að sjóðurinn geti verið sveigjanlegur og viðbragðsfljótur í starfsemi sinni og umfram allt þolinmóður í fjárfestingum sínum. Þetta er og á að vera sérstaða Nýsköpunarsjóðs og eðlilegt að ríkisvaldið sinni skyldum sínum við fjármögnun nýsköpunar í landinu með því að efla og auðvelda starfsemi hans á alla lund.
Samskipti atvinnulífs og stjórnvalda
Enginn ætlast til að hagsmunasamtök á borð við SI fái öllu ráðið ein en við ætlumst til að á okkur sé hlustað og tillögur okkar skoðaðar í fullri alvöru. Þess vegna er erfitt að sætta sig við það þegar stjórnvöld og þing sýna af sér óþarfa hroka og yfirgang í samskiptum við atvinnulífið.
Enn eitt misheppnað frumvarp um olíugjald
Enn einu sinni er komið fram frumvarp um olíugjald og kílómetragjald. Þessi skattheimta hefur verið til umfjöllunar á Alþingi árum saman og gengið á ýmsu án þess að niðurstaða hafi fengist.
Afnemum tvöfalt kerfi neysluskatta
Á síðustu misserum hafa margvíslegar endurbætur orðið í skattkerfinu og enn frekari umbætur hafa verið boðaðar. Þetta er fagnaðarefni.
Afturgöngur í atvinnulífinu
Opinberir aðilar og lánastofnanir mega ekki ýta undir kennitöluflakk og undirboð, segir Sveinn Hannesson m.a. í nýjasta leiðara Íslensks iðnaðar.
10 ára afmæli EES samningsins
Fráfarandi sendiherra ESB á Íslandi, Gerhard Sabathil, kemst skemmtilega að orði í nokkurs konar kveðjuviðtali sem birtist í Morgunblaðinu nú á Þorláksmessu.
Hættan af háum vöxtum
Gríðarlegar stóriðjufjárfestingar á komandi árum munu hafa ruðningsáhrif á fjölda atvinnugreina og mörg störf í landinu.
Síða 32 af 35
