Greinasafn (Síða 33)

Fyrirsagnalisti

Sveinn Hannesson

1. feb. 2003 : Hver á að leiðrétta gengi krónunnar?

Fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar að flýta og auka verulega opinberar framkvæmdir á næstu 18 mánuðum hefur verið vel tekið. Aðstæður eru nánast eins og skólabókardæmi um það hvenær og hvernig eigi að grípa inn í með aðgerðir af þessu tagi. Annars vegar er tilefnið almennur samdráttur í atvinnulífinu og aukið atvinnuleysi. Hins vegar eru fyrirsjáanlegar stórframkvæmdir á næstu árum, þannig að skynsamlegt virðist að flýta opinberum framkvæmdum nú en draga úr þeim þegar mestu umsvifin verða vegna stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi á árunum 2005 og 2006. Óvíða hefur verið meiri verkefnaskortur en einmitt í jarðvinnu og mannvirkjagerð að undanförnu.

Vilmundur Jósefsson formaður SI

1. jan. 2003 : Áramótahugleiðing Vilmundar Jósefssonar formanns Samtaka iðnaðarins

Þegar horft er til baka yfir liðið ár kemur helst upp í hugann að árið hafi verið iðnaðinum heldur erfitt og einkennst af stöðnun og jafnvel nokkrum samdrætti eftir gengissveiflur og verðbólguskot áranna 2000-2001. Á heildina litið er þessi afturkippur í iðnaðinum þó óverulegur miðað við þá svartsýni sem ríkti á haustmánuðum 2001. Að þessu sinni virðist hagsveiflan sem sé ekki ætla að enda með brotlendingu eins og svo oft áður heldur vonandi mjúkri lendingu.
Davíð Lúðvíksson

1. des. 2002 : Að þora að reka skóla

Björn Bjarnasona, fyrrverandi menntamálaráðherra, gerir viðhorf Samtaka iðnaðarins til skólareksturs að umtalsefni á heimasíðu sinni og sakar þau um hugleysi fyrir að taka ekki ábyrgð á rekstri skóla og kröfuhörku á hendur ríkinu í því sambandi. Af því tilefni verður ekki lengur undan því vikist að greina nánar frá því samningsferli sem átti sér stað milli Undirbúningsfélags að rekstri tækniháskóla og menntamálaráðuneytis um uppbyggingu Tækniháskóla Íslands.

Sveinn Hannesson

1. nóv. 2002 : Mistækir reglusmiðir

Því hefur verið haldið fram með réttu að umbætur í starfsskilyrðum atvinnulífsins hafi skilað þjóðinni ótrúlegum ávinningi á undanförnum árum. Því verður heldur ekki á móti mælt að mikill hluti þessara umbóta á rót sína beint eða óbeint að rekja til alþjóðlegra samninga sem við höfum gert. Þar sker EES – samningurinn sig úr. Engu að síður veltur þó enn mest á því hvernig við stöndum okkur sjálf í því að setja okkur reglur þótt oft sé gerð krafa um tiltekna samræmingu

Sveinn Hannesson

1. okt. 2002 : Opinber innkaup

Miklar framfarir hafa orðið á sviði opinberra innkaupa hin síðari ár. Þetta svið er eitt þeirra sem oft er nefnt þegar rætt er um jákvæð áhrif EES-samningsins á atvinnulíf og efnahagsumhverfi á Íslandi.
Þorsteinn Þorgeirsson

1. sep. 2002 : Þörf á áframhaldandi lækkun vaxta

Nýverið sendi stjórn SI frá sér ályktun um þörf fyrir áframhaldandi lækkun vaxta. Rökin, sem liggja að baki ályktuninni, eru þau að vaxtastigið sé allt of hátt miðað við núverandi efnahagsástand og áhrif stóriðjuframkvæmda á komandi misserum.
Sveinn Hannesson

1. ágú. 2002 : Lækka þarf vexti meira og hraðar

Umtalsverð stýrivaxtalækkun (0,6%) nú um mánaðamótin er að sjálfsögðu ánægjuefni og sérstaklega er gleðilegt að Seðlabanki Íslands skuli ekki taka undir með þeim hagspekingum sem vilja fresta vaxtalækkunum nú til þess að búast til varnar gegn þensluáhrifum væntanlegra virkjana- og stóriðjuframkvæmda. Enn eru vextir hér á landi þó mjög háir. Það sem máli skiptir er að vegna þess hve hratt verðbólgan hefur lækkað hafa raunvextir hér á landi farið hækkandi. Eins og myndin sýnir þurfa stýrivextir að lækka hratt á komandi mánuðum til þess að fyrirbyggja að raunvextir hækki ekki ört á ný. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 7,9% samanborið við 3,25% stýrivexti Seðlabanka Evrópu.

1. júl. 2002 : Þversagnir og lýðræðishalli

Ýmsir þeirra, sem börðust harðast gegn EES-samningnum á sínum tíma, óttuðust að með honum væri of langt gengið varðandi framsal á ákvörðunarrétti okkar til ESB í ýmsum málum. Til þess að tryggja frjáls og óhindruð viðskipti á innri markaði Evrópu er augljóst að samræma þarf ákaflega margt í lögum og reglum Evrópuríkja. Með samningnum var vissulega framseldur hluti af fullveldi okkar eða því deilt með öðrum Evrópuþjóðum. Tilgangurinn er hins vegar ekki sá að svipta Evrópuþjóðir frelsi og forræði í eigin málum heldur að auðvelda viðskipti, auka hagvöxt og bæta lífskjör í aðildarríkjunum.

1. jún. 2002 : Um ávinninginn af ESB aðild

Mikið hefur verið rætt og ritað um kostnaðinn af ESB aðild. Margir hafa talið að aðildargjöldin, sem Íslenska ríkið kemur til með að greiða til ESB, séu það sem málið snýst um. Því fer fjarri. Til að leiðrétta þann misskilning er nauðsynlegt að leggja heildarmat á ávinninginn af ESB aðild þótt hann sé vissulega háður óvissuatriðum.

1. maí 2002 : Kenningar um kosti hárra vaxta

Sá sem þetta skrifar hefur verið og er enn þeirrar skoðunar að það sé fyrirtækjum og heimilum þessa lands afar þungbært að greiða langtímum saman mun hærri vexti en fyrirtæki og heimili nágrannalandanna þurfa að greiða.

1. mar. 2002 : Stuðningur við tækniþróun og vísindi

Um þessar mundir eru þrjú frumvörp til afgreiðslu á Alþingi: Í fyrsta lagi um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, annað um Vísinda- og tækniráð og það þriðja um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.

1. feb. 2002 : Hver er sinnar gæfu smiður

Undirrituðum barst nýlega í hendur eintak af skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, World Economic Outlook, þar sem dregið er saman yfirlit um ástand og horfur í efnahagsmálum heimsins. Þar má sjá að við Íslendingar erum aftur komnir í þá afleitu stöðu að skera okkur úr með meiri verðbólgu en í nokkru öðru þróuðu landi. Á hinn bóginn er hvergi minna atvinnuleysi þótt víða hafi dregið mjög úr því, ekki síst í smærri ríkjum Evrópu. Verstu fréttirnar eru þær að hvergi, nema í Japan, eru horfur á hagvexti á þessu ári lakari en hér og hvergi eru vextir hærri en á Íslandi.
Síða 33 af 35