Greinasafn (Síða 33)

Fyrirsagnalisti

Jón Steindór Valdimarsson

1. sep. 2003 : Drifkraftur frumkvöðla og nýsköpunar

Framfarir og hagsæld eru drifnar áfram af fólki sem á það sameiginlegt að sýna frumkvæði, vera djarft, sjálfstætt, hugmyndaauðugt, og fylgið sér. Nauðsynlegt er að skapa frjóan jarðveg fyrir fólk af þessu tagi og hugmyndir þess. Það verður að gera með því að skapa drifkraft í samfélaginu sem felur í sér hvatningu, viðurkenningu og stuðning við frumkvæði, frumkvöðla og nýsköpun.

Sveinn Hannesson

1. ágú. 2003 : Samkeppnismál í brennidepli

Á þessu sumri má segja að kastljós fjölmiðla hafi mjög beinst að samkeppnismálum eða öllu heldur skorti á samkeppni.

Sveinn Hannesson

1. júl. 2003 : Agnúar á skattkerfinu

Undanfarin ár hafa stór skref verið stigin í þá átt að lagfæra íslenska skattkerfið og færa það í átt við það sem tíðkast meðal annarra Evrópuríkja. Margir telja að hér gæti óbeinna áhrifa EES-samningsins vegna þess að opinn markaður og frjálsir fjármagnsflutningar leiði til þess að ríki á EES-svæðinu séu í reynd í samkeppni hvert við annað. Það eru með öðrum orðum ekki einungis fyrirtækin í Evrópu sem keppa hvert við annað heldur er skattkerfið og opinber þjónusta einnig komin í samkeppni.

Þorsteinn Þorgeirsson

1. jún. 2003 : Aðhald í opinberum fjármálum til að viðhalda stöðugleika

Undanfarin ár hefur Seðlabanki Íslands rekið mjög aðhaldssama stefnu í peningamálum m.a. vegna skorts á aðhaldi í opinberum fjármálum. Vextir hafa árum saman verið mun hærri hér en í viðskiptalöndum okkar. Þá eru stóriðjuframkvæmdir á næsta leiti og von á fjárstreymi til landsins. Þessi staða hefur hvatt fjárfesta til að taka stöðu í krónum og leitt til mikillar styrkingar á gengi krónunnar. Seðlabankinn hefur spornað við þessari þróun með kaupum á erlendum gjaldeyri og þar með hægt á gengishækkuninni þótt það sé ekki yfirlýst stefna bankans. Samt er krónan orðin það sterk að innlend fyrirtæki eru ekki samkeppnisfær við útlend og farið er að gæta samdráttar í tekjum útflutnings- og samkeppnisgreina. Um leið eykst innflutningur hröðum skrefum og viðskiptahallinn þar með.
Sveinn Hannesson

1. maí 2003 : Á að samræma reglur um innkaup sveitarfélaga?

Aflvaki hf. hélt nýlega fund þar sem rætt var um innkaupamál og kynntar voru nýjar innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Það er tvímælalaust til mikilla bóta að borgin hefur nú sett sér innkaupareglur sem á flestan hátt eru í samræmi við reglur ríkisins á þessu sviði. Brýna nauðsyn ber til að setja sams konar reglur um innkaup annarra sveitarfélaga.

Sveinn Hannesson

1. mar. 2003 : Með gamla laginu

Það er alveg eftir bókinni að bregðast við samdrætti og auknu atvinnuleysi með því að auka opinber útgjöld og flýta verklegum framkvæmdum. Það veldur hins vegar vonbrigðum hversu einhæfar og illa undirbúnar þessar aðgerðir eru.

Sveinn Hannesson

1. feb. 2003 : Hver á að leiðrétta gengi krónunnar?

Fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar að flýta og auka verulega opinberar framkvæmdir á næstu 18 mánuðum hefur verið vel tekið. Aðstæður eru nánast eins og skólabókardæmi um það hvenær og hvernig eigi að grípa inn í með aðgerðir af þessu tagi. Annars vegar er tilefnið almennur samdráttur í atvinnulífinu og aukið atvinnuleysi. Hins vegar eru fyrirsjáanlegar stórframkvæmdir á næstu árum, þannig að skynsamlegt virðist að flýta opinberum framkvæmdum nú en draga úr þeim þegar mestu umsvifin verða vegna stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi á árunum 2005 og 2006. Óvíða hefur verið meiri verkefnaskortur en einmitt í jarðvinnu og mannvirkjagerð að undanförnu.

Vilmundur Jósefsson formaður SI

1. jan. 2003 : Áramótahugleiðing Vilmundar Jósefssonar formanns Samtaka iðnaðarins

Þegar horft er til baka yfir liðið ár kemur helst upp í hugann að árið hafi verið iðnaðinum heldur erfitt og einkennst af stöðnun og jafnvel nokkrum samdrætti eftir gengissveiflur og verðbólguskot áranna 2000-2001. Á heildina litið er þessi afturkippur í iðnaðinum þó óverulegur miðað við þá svartsýni sem ríkti á haustmánuðum 2001. Að þessu sinni virðist hagsveiflan sem sé ekki ætla að enda með brotlendingu eins og svo oft áður heldur vonandi mjúkri lendingu.
Davíð Lúðvíksson

1. des. 2002 : Að þora að reka skóla

Björn Bjarnasona, fyrrverandi menntamálaráðherra, gerir viðhorf Samtaka iðnaðarins til skólareksturs að umtalsefni á heimasíðu sinni og sakar þau um hugleysi fyrir að taka ekki ábyrgð á rekstri skóla og kröfuhörku á hendur ríkinu í því sambandi. Af því tilefni verður ekki lengur undan því vikist að greina nánar frá því samningsferli sem átti sér stað milli Undirbúningsfélags að rekstri tækniháskóla og menntamálaráðuneytis um uppbyggingu Tækniháskóla Íslands.

Sveinn Hannesson

1. nóv. 2002 : Mistækir reglusmiðir

Því hefur verið haldið fram með réttu að umbætur í starfsskilyrðum atvinnulífsins hafi skilað þjóðinni ótrúlegum ávinningi á undanförnum árum. Því verður heldur ekki á móti mælt að mikill hluti þessara umbóta á rót sína beint eða óbeint að rekja til alþjóðlegra samninga sem við höfum gert. Þar sker EES – samningurinn sig úr. Engu að síður veltur þó enn mest á því hvernig við stöndum okkur sjálf í því að setja okkur reglur þótt oft sé gerð krafa um tiltekna samræmingu

Sveinn Hannesson

1. okt. 2002 : Opinber innkaup

Miklar framfarir hafa orðið á sviði opinberra innkaupa hin síðari ár. Þetta svið er eitt þeirra sem oft er nefnt þegar rætt er um jákvæð áhrif EES-samningsins á atvinnulíf og efnahagsumhverfi á Íslandi.
Þorsteinn Þorgeirsson

1. sep. 2002 : Þörf á áframhaldandi lækkun vaxta

Nýverið sendi stjórn SI frá sér ályktun um þörf fyrir áframhaldandi lækkun vaxta. Rökin, sem liggja að baki ályktuninni, eru þau að vaxtastigið sé allt of hátt miðað við núverandi efnahagsástand og áhrif stóriðjuframkvæmda á komandi misserum.
Síða 33 af 35