Greinasafn (Síða 33)
Fyrirsagnalisti
Agnúar á skattkerfinu
Undanfarin ár hafa stór skref verið stigin í þá átt að lagfæra íslenska skattkerfið og færa það í átt við það sem tíðkast meðal annarra Evrópuríkja. Margir telja að hér gæti óbeinna áhrifa EES-samningsins vegna þess að opinn markaður og frjálsir fjármagnsflutningar leiði til þess að ríki á EES-svæðinu séu í reynd í samkeppni hvert við annað. Það eru með öðrum orðum ekki einungis fyrirtækin í Evrópu sem keppa hvert við annað heldur er skattkerfið og opinber þjónusta einnig komin í samkeppni.
Aðhald í opinberum fjármálum til að viðhalda stöðugleika
Á að samræma reglur um innkaup sveitarfélaga?
Aflvaki hf. hélt nýlega fund þar sem rætt var um innkaupamál og kynntar voru nýjar innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Það er tvímælalaust til mikilla bóta að borgin hefur nú sett sér innkaupareglur sem á flestan hátt eru í samræmi við reglur ríkisins á þessu sviði. Brýna nauðsyn ber til að setja sams konar reglur um innkaup annarra sveitarfélaga.
Með gamla laginu
Það er alveg eftir bókinni að bregðast við samdrætti og auknu atvinnuleysi með því að auka opinber útgjöld og flýta verklegum framkvæmdum. Það veldur hins vegar vonbrigðum hversu einhæfar og illa undirbúnar þessar aðgerðir eru.
Hver á að leiðrétta gengi krónunnar?
Fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar að flýta og auka verulega opinberar framkvæmdir á næstu 18 mánuðum hefur verið vel tekið. Aðstæður eru nánast eins og skólabókardæmi um það hvenær og hvernig eigi að grípa inn í með aðgerðir af þessu tagi. Annars vegar er tilefnið almennur samdráttur í atvinnulífinu og aukið atvinnuleysi. Hins vegar eru fyrirsjáanlegar stórframkvæmdir á næstu árum, þannig að skynsamlegt virðist að flýta opinberum framkvæmdum nú en draga úr þeim þegar mestu umsvifin verða vegna stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi á árunum 2005 og 2006. Óvíða hefur verið meiri verkefnaskortur en einmitt í jarðvinnu og mannvirkjagerð að undanförnu.
Áramótahugleiðing Vilmundar Jósefssonar formanns Samtaka iðnaðarins
Að þora að reka skóla
Björn Bjarnasona, fyrrverandi menntamálaráðherra, gerir viðhorf Samtaka iðnaðarins til skólareksturs að umtalsefni á heimasíðu sinni og sakar þau um hugleysi fyrir að taka ekki ábyrgð á rekstri skóla og kröfuhörku á hendur ríkinu í því sambandi. Af því tilefni verður ekki lengur undan því vikist að greina nánar frá því samningsferli sem átti sér stað milli Undirbúningsfélags að rekstri tækniháskóla og menntamálaráðuneytis um uppbyggingu Tækniháskóla Íslands.
Mistækir reglusmiðir
Því hefur verið haldið fram með réttu að umbætur í starfsskilyrðum atvinnulífsins hafi skilað þjóðinni ótrúlegum ávinningi á undanförnum árum. Því verður heldur ekki á móti mælt að mikill hluti þessara umbóta á rót sína beint eða óbeint að rekja til alþjóðlegra samninga sem við höfum gert. Þar sker EES – samningurinn sig úr. Engu að síður veltur þó enn mest á því hvernig við stöndum okkur sjálf í því að setja okkur reglur þótt oft sé gerð krafa um tiltekna samræmingu
Opinber innkaup
Þörf á áframhaldandi lækkun vaxta
