Greinasafn (Síða 34)

Fyrirsagnalisti

1. jún. 2002 : Um ávinninginn af ESB aðild

Mikið hefur verið rætt og ritað um kostnaðinn af ESB aðild. Margir hafa talið að aðildargjöldin, sem Íslenska ríkið kemur til með að greiða til ESB, séu það sem málið snýst um. Því fer fjarri. Til að leiðrétta þann misskilning er nauðsynlegt að leggja heildarmat á ávinninginn af ESB aðild þótt hann sé vissulega háður óvissuatriðum.

1. maí 2002 : Kenningar um kosti hárra vaxta

Sá sem þetta skrifar hefur verið og er enn þeirrar skoðunar að það sé fyrirtækjum og heimilum þessa lands afar þungbært að greiða langtímum saman mun hærri vexti en fyrirtæki og heimili nágrannalandanna þurfa að greiða.

1. mar. 2002 : Stuðningur við tækniþróun og vísindi

Um þessar mundir eru þrjú frumvörp til afgreiðslu á Alþingi: Í fyrsta lagi um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, annað um Vísinda- og tækniráð og það þriðja um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.

1. feb. 2002 : Hver er sinnar gæfu smiður

Undirrituðum barst nýlega í hendur eintak af skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, World Economic Outlook, þar sem dregið er saman yfirlit um ástand og horfur í efnahagsmálum heimsins. Þar má sjá að við Íslendingar erum aftur komnir í þá afleitu stöðu að skera okkur úr með meiri verðbólgu en í nokkru öðru þróuðu landi. Á hinn bóginn er hvergi minna atvinnuleysi þótt víða hafi dregið mjög úr því, ekki síst í smærri ríkjum Evrópu. Verstu fréttirnar eru þær að hvergi, nema í Japan, eru horfur á hagvexti á þessu ári lakari en hér og hvergi eru vextir hærri en á Íslandi.

1. jan. 2002 : Okkur hentar það sama

- Áramótahugleiðing Vilmundar Jósefssonar formanns Samtaka iðnaðarins -
Undanfarin ár hafa verið lengsta hagvaxtarskeið í sögu íslenska lýðveldisins. Nú þegar illilega hefur slegið í bakseglin er von að spurt sé hvað hafi farið úrskeiðis. Ekki svo að skilja að það sé nýtt að efnahagsuppsveifla hérlendis hafi endað með gjaldeyriskreppu og gengisfellingu. Það er regla án undantekninga. Það sem er óvenjulegt nú er að uppsveiflan kom ekki úr hafinu í formi aukins afla eða erlendra verðhækkana og niðursveiflan byrjar að þessu sinni hvorki með aflabresti né erlendum áföllum. Hagsveiflan var að mestu heimatilbúin.

1. des. 2001 : Betri reglur eru ekki nóg

Flestir eru sammála um það að skýrari reglur um framkvæmd útboða sem settar voru í tengslum við aðild okkar Íslendinga að EES - samningnum hafi verið mikið framfaraspor. Síðan hafa þær verið festar í sessi og endurskoðaðar, nú síðast á þessu ári. Auðveldlega má enn benda á galla á þessum reglum eins og þann að útboðsskylda nær ekki til sveitarfélaga nema í allra stærstu verkum. Tilkoma rammasamninga er heldur ekki fagnaðarefni þar sem bjóðandi veit ekki hvort hann fær nokkur viðskipti þó að við hann sé samið. En burtséð frá slíkum atriðum eru reglurnar í heild skýrari og betri en þær voru og fjármálaráðuneytið hefur þar unnið gott verk.

1. nóv. 2001 : Hver borgar brúsann?

Undirritaður er einn þeirra sem hefur undanfarin ár fylgst með breytingum á íslenskum fjármagnsmarkaði og fagnað í einlægni þeim framförum sem þar hafa orðið í átt til aukins frjálsræðis og samkeppni. Hef í lengstu lög viljað trúa því að með sömu og svipuðum starfsskilyrðum og galopnu hagkerfi myndum við fara að haga okkur eins og aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, versla við og keppa við.

1. okt. 2001 : Rökin sem ekki eru rædd

Umræður um aðild að Evrópusambandinu (ESB) hafa verið af skornum skammti. Það er einkum tvennt sem einkennir málflutning andstæðinga aðildar. Annars vegar er að það sé ekkert sem kalli á aðild, EES-samningurinn þjóni þeim tilgangi sem honum var ætlaður og dugi okkur vel. Þess vegna sé skynsamlegast að bíða og sjá hverju fram vindur innan ESB. Hins vegar halda þeir því fram að fylgjendur aðildar hafi ekki sett fram nein efnahagsleg eða áþreifanleg rök fyrir aðild Íslands að ESB. Hvort tveggja er fjarri sanni en svo virðist sem margvísleg rök, sem sett hafa verið fram fyrir aðild, nái einhverra hluta vegna ekki til andstæðinga aðildar eða þeir kjósi einfaldlega að skella skollaeyrum við þeim.

1. sep. 2001 : Samkeppni á fjármagnsmarkaði?

Mikil umræða hefur að vonum verið um vaxtastigið á Íslandi þar sem grunnvextir (stýrivextir) hafa langtímum saman verið tvöfaldir og nú nærri þrefaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndum. Hitt hefur mun minna verið rætt að íslenskar lánastofnanir hafa notað tækifærið og aukið eigin álagningu, það er vaxtamun inn- og útlána, verulega að undanförnu.

1. ágú. 2001 : Vaxtalækkun strax


Þegar spurt er: „Hvernig gengur í iðnaðinum?“, þá verður stundum fátt um svör. Iðnaðurinn er sem betur fer afar fjölbreyttur og fyrirtækin innbyrðis ólík. Allt frá persónulegri þjónustu og hugbúnaðargerð yfir í þungaiðnað og hátækni. Það sem hér er sagt um stöðu iðnaðarins er nokkurs konar meðaltal byggt á samtölum við forsvarsmenn fyrirtækja úr ólíkum áttum.

1. júl. 2001 : Erlend lán eða áhættufé

Æ fleiri hafa að undanförnu tekið undir með þeim sem telja að háir vextir og veik staða íslensku krónunnar sé orðin íslenskum fyrirtækjum og fjölskyldum slíkur myllusteinn um háls að vart verði við unað. Þarna hafa menn á borð við Hörð Arnarson í Marel og Þorgeir Baldursson í Odda tjáð sig opinberlega með mjög skýrum hætti svo að eftir hefur verið tekið.

1. jún. 2001 : Til of mikils mælst?

Það er heldur dauft hljóðið í atvinnurekendum þessa dagana og það á ekki eingöngu við um iðnaðinn. Ástæðan er sú að þeir eiga í mesta basli með reksturinn. Mjög margir voru með taprekstur í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í fyrra rak hver vaxtahækkunin aðra í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna við verðbólgu og þenslu en með þeim afleiðingum að gengi krónunnar styrktist talsvert fram eftir árinu. Allir vita hvað það þýðir fyrir samkeppnisgreinar að greiða þrefalda vexti á við keppinautana á sama tíma og innflutt vara og þjónusta lækkar í verði, hvort sem sú lækkun nær að skila sér alla leið til neytenda eða ekki.

Síða 34 af 35