Greinasafn (Síða 35)

Fyrirsagnalisti

1. des. 2000 : Samkeppnishæf starfsskilyrði

Við, sem komin erum til vits og ára, höfum á síðustu sjö árum upplifað lengsta hagvaxtarskeið í sögu íslenska lýðveldisins. Miklar framfarir undanfarin ár má margar hverjar ótvírætt rekja beint eða óbeint til EES samningsins. En erum við komin í einhverja friðarhöfn þar sem við höfum tryggt okkur sess meðal þeirra þjóða sem búa þegnum sínum bestu lífsskilyrði sem völ er á? Við viljum og ætlum okkur að vera í hópi 10 - 20 þeirra bestu. Erum við þar og verðum við þar? Í stað þess að hælast um yfir þeim árangri, sem náðst hefur að undanförnu, ættum við að einhenda okkur í það verkefni að gera enn betur og laga það sem betur má fara í starfsumhverfi okkar.

1. nóv. 2000 : Viðbrögð við rekstrarvanda verktaka

Eins og flestir vita hefur verðbólguhraðinn hér á landi mælst um 5% síðustu 12 mánuði. Mikil spenna hefur verið á vinnumarkaði og skortur á vinnuafli hefur víða leitt til launaskriðs sem er langt umfram það sem samið var um í kjarasamningum í ársbyrjun. Þetta á ekki síst við um byggingastarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 9-10% á milli ára fyrstu 6 mánuði þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra. Verð á íbúðarhúsnæði og öðrum byggingum hefur að flestra mati fylgt kostnaðarþróuninni.

1. okt. 2000 : Sami grautur í sömu skál

Almenn samstaða er um að aðild Íslands að samningnum um EES hafi orðið íslenskum iðnaði og atvinnulífinu í heild til góðs. Meginbreytingin er aukin samkeppni og almennar evrópskar leikreglur sem tekið hafa við af okkar heimatilbúnu leikreglum og pólitísku ákvörðunum.

1. sep. 2000 : Fjárhagslegur ávinningur af ESB aðild

Hér í blaðinu eru birtar niðurstöður úr skoðanakönnun meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins um Evrópusambandsaðild og forsendur aðildar. Könnunin var unnin af Gallup og úrtakið var mjög stórt eða 500 fyrirtæki og einstaklingar sem aðild eiga að SI.

Síða 35 af 35