Fréttasafn



  • HR-lógó

7. maí 2014

Nám í Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík

Frumgreinadeild  Háskólans í Reykjavík býður upp á nám fyrir fólk sem vantar tilskilinn undirbúning fyrir háskólanám. Frumgreinanámið er góður kostur fyrir þá sem hafa iðnmenntun og reynslu úr atvinnulífinu. Jafnframt stunda frumgreinanámið nemendur sem eru með stúdentspróf en vilja styrkja sig í stærðfræði og raungreinum fyrir háskólanám í t.d. tölvu- og tæknigreinum.

Mikil og góð reynsla er af þessu námi og rannsókn sem gerð var á gengi iðnlærðra með frumgreinapróf í tæknifræði og verkfræði við HR sýndi að nemendur sem útskrifast úr frumgreinanáminu standa vel að vígi. Lögð er áhersla á góða kennslu og þjónustu í framsæknum háskóla.

 Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2014 til 5. júní n.k.

Vefur: http://www.ru.is/frumgreinanam

Facebook: https://www.facebook.com/Frumgreinadeild?ref=hl

Umsagnir nemenda: Sædís Harpa Albertsdóttir , tækniteiknari og fyrrum  nemandi í frumgreinadeild. Lauk frumgreinaprófi, sem veitir rétt til háskólanáms, í janúar 2014.

„Þetta er frábært nám, erfitt en skemmtilegt. Það eykur viðsýni og er góður grunnur fyrir áframhaldandi nám.“