Fréttasafn24. sep. 2018 Almennar fréttir

25 ár liðin frá stofnun SI

Í dag eru liðin 25 ár frá stofnun Samtaka iðnaðarins og af því tilefni var starfsmönnum boðið upp á vínarbrauð og köku ársins. Í samtali við Fréttablaðið segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, að enginn hátíðarhöld séu skipulögð í tilefni dagsins því samtökin miði afmælisdag sinn við árið 1994 þegar starfsemi þeirra félaga sam sameinuðust hófst formlega. „Vegna þess að við miðum afmælið í reynd við árið 1994 þá verður mikið um gleðihöld og dýrðir á næsta ári. Við munum helga það afmælinu okkar og gera því auðvitað greinargóð skil, sérstaklega á Iðnþingi í mars næstkomandi,“ segir Guðrún.

Fyrir 25 árum sameinuðust sex helstu samtök iðnaðar undir heiti Samtaka iðnaðarins en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiða og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál.

Innan Samtaka iðnaðarins eru nú um 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun þess eru samtökin því orðin stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Vísir / Fréttablaðið, 24. september 2018. 

25-ara-afmaeli-siStarfsmenn fögnuðu afmæli SI með vínarbrauði og köku ársins.