Fréttasafn23. jún. 2017 Almennar fréttir Menntun

70 nemendur útskrifast frá HR með frumgreinapróf

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í vikunni 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 28 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 26 af laga- og viðskiptagrunni, 12 af tölvunarfræðigrunni og tveir samkvæmt eldra skipulagi. Til viðbótar hafa 26 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR. 70% þeirra sem útskrifuðust hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.

Frumgreinanám við HR veitir fólki með iðnmenntun eða aðra menntun en stúdentspróf og reynslu úr atvinnulífinu, undirbúning fyrir háskólanám. Alls hafa nú 2.164 nemendur útskrifast með frumgreinapróf. Við brautskráninguna hlaut Daniel Már Bonilla viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Hann hlaut jafnframt viðurkenningu deildarinnar fyrir bestan árangur í náttúrufræði.

Á myndinni má sjá rektor HR, Ara Kristinn Jónsson, með útskriftarnemunum.