30. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Byggja þarf fleiri íbúðir

Sigurdur-2018_1540906570689Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, tók þátt í pallborðsumræðum um fasteignamarkaðinn á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þingið hófst í morgun og stendur fram eftir degi. Í máli sínu tók Sigurður undir það að rót vandans á húsnæðismarkaði væri sú að það vantaði fleiri íbúðir. Hann nefndi að íbúðamálin væru munaðarlaus málaflokkur hjá ríkisstjórninni, skipt á milli þriggja ráðuneyta auk þess sem tugir sveitarfélaga komi að málum. Það væri ekki til bóta að færa málefni mannvirkja yfir í félagsmálaráðuneytið eins og rætt hefur verið því mun meira þyrfti til. 

Þá sagði hann vanta samhæfingu í málaflokknum og skýra ábyrgð á því að framboð mæti eftirspurn á íbúðamarkaðnum til að koma í veg fyrir ástand líkt og myndast hefur á markaðnum síðustu ár þar sem mikill skortur er á íbúðum með tilheyrandi verðhækkunum. Sigurður sagði jafnframt að ljóst væri að byggja þyrfti meira til að mæta eftirspurn og þeirri uppsöfnuðu þörf sem myndast hefur síðustu ár. 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.