Fréttasafn



30. nóv. 2018 Almennar fréttir

Fjölmennt á aðventugleði kvenna í iðnaði

Si_adventugledi_kvenna_29112018-4

Fjölmennt var á aðventugleði kvenna í iðnaði sem Samtök iðnaðarins buðu til í gær á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Ánægja var meðal kvennanna að fá tækifæri til að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem konur í iðnaði búa yfir. 

Dagskráin hófst á því að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, bauð gesti velkomna. Þá flutti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarp. Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Rosamosa, sagði frá uppbyggingu síns fyrirtækis og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, var með ávarp. Í lok dagskrár var boðið upp á tónlistaratriði þar sem Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu nokkur lög. Boðið var upp á léttar veitingar. 

Fleiri myndir eru á Facebook SI.

Fleiri myndir á Smartlandi á mbl.is.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-1Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-5Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-14Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Rosamosa.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-18Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-25Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson.

Si_adventugledi_kvenna_29112018-21


Si_adventugledi_kvenna_29112018-13

Si_adventugledi_kvenna_29112018-6

Si_adventugledi_kvenna_29112018-11

Si_adventugledi_kvenna_29112018-15

Si_adventugledi_kvenna_29112018-23Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, með starfskonum Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri: Berglind Guðjónsdóttir, Guðrún Birna Jörgensen, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir, Edda Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Björg Ásta Þórðardóttir.