Fullveldiskaka LABAK fæst víða um land
Fullveldiskaka Landssambands bakarameistara, LABAK, er nú til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land. Næstkomandi laugardag, 1. desember, eru 100 ár liðin frá því að sambandslagasamningurinn tók gildi 1918 og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.
Það var landslið bakara sem hannaði kökuna í samvinnu við stjórn LABAK. Fullveldiskakan byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918 en um er að ræða lagköku með rabarbarasultu á milli laga sem er færð í hátíðarbúning með því að bæta við rjóma á milli tveggja efstu laganna og ofan á henni er hvítt súkkulaði.
Fæst í 24 bakaríum víða um land
Eftirtalin bakarí eru með fullveldiskökuna til sölu:
Á höfuðborgarsvæðinu: Sandholt, Bernhöftsbakarí, Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist, Bakarameistarinn, Sveinsbakarí, Björnsbakarí, Kornið, Lindabakarí, Bæjarbakarí og Mosfellsbakarí. Á Akureyri: Brauðgerð Kr. Jónssonar og co. Á Suðurnesjum: Sigurjónsbakar og Kökulist. Á Akranesi: Brauð- og kökugerðin. Í Borgarnesi: Geirabakarí. Á Snæfellsnesi: Brauðgerð Ólafsvíkur. Á Ísafirði: Bakarinn og Gamla bakaríið. Á Hvammstanga: Brauð- og kökugerðin. Á Sauðárkróki: Sauðárkróksbakarí. Á Siglufirði: Aðalbakarinn. Á Selfossi: Guðni bakari. Í Hveragerði: Almar bakari. Í Vestmannaeyjum: Bakstur og veisla.