Fréttasafn28. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um gæðastjórnun í byggingariðnaði

Annar fundur í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði sem Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins og IÐAN fræðslusetur standa að verður í fyrramálið fimmtudaginn 29. nóvember kl. 8.30-10.00 í Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum verður fjallað um hlutverk iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnunarstjóra út frá gæðastjórnun. Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. 

Dagskrá

  • Hlutverk iðnmeistara – Kristján Aðalsteinsson, málarameistari, Litagleði
  • Hlutverk byggingarstjóra – Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari, Mannvit
  • Hlutverk hönnunarstjóra – Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Tröð
  • Umræður

Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.