Fundur um hæfislýsingu bjóðenda
Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda standa að fræðslufundi með Ríkiskaupum um samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðenda (ESPD) þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Allir félagsmenn SI eru velkomnir. Hér er hægt að skrá sig.
Samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 er nú heimilt að nota svokallaða samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðenda (ESPD). Þessi heimild felur í sér að framvegis þarf aðeins sá bjóðandi sem hlýtur samning að leggja fram skjöl til staðfestingar á hæfi sínu. Einnig má nota sömu hæfisyfirlýsingu aftur og aðeins þarf að uppfæra eftir þörfum. Vonast er til að þetta minnki vinnu við tilboðsgerð um 80%.
Fyrirlesarar frá Ríkiskaupum eru Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs, og Guðrún Birna Finnsdóttir, teymisstjóri.