Fréttasafn



21. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um hæfislýsingu bjóðenda

Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda standa að fræðslufundi með Ríkiskaupum um samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðenda (ESPD) þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Allir félagsmenn SI eru velkomnir. Hér er hægt að skrá sig.

Samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 er nú heimilt að nota svokallaða samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðenda (ESPD). Þessi heimild felur í sér að framvegis þarf aðeins sá bjóðandi sem hlýtur samning að leggja fram skjöl til staðfestingar á hæfi sínu. Einnig má nota sömu hæfisyfirlýsingu aftur og aðeins þarf að uppfæra eftir þörfum. Vonast er til að þetta minnki vinnu við tilboðsgerð um 80%.

Fyrirlesarar frá Ríkiskaupum eru Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs, og Guðrún Birna Finnsdóttir, teymisstjóri.