Fundur um rafbílahleðslu
Félag löggiltra rafverktaka, Samtök rafverktaka, Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir súpufundi þar sem rætt verður um rafbílahleðslu. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. maí kl. 11.30-13.00 í húsnæði Rafmenntar í Stórhöfða 27.
Dagskrá
- Hleðsla rafbíla – hvað ber að hafa í huga - Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs MVS
- Rafbílahleðsla – leiðbeiningar - Böðvar Tómasson, fagstjóri hjá EFLU
- Álagsstýring í fjölbýlishúsum - Þórður Aðalsteinsson, sölustjóri Hleðslu
- Fyrirspurnir til slökkviliðsins - Einar Bergmann Sveinsson og Vernharð Guðnason frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.