Fréttasafn



24. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um rafbílahleðslu

Félag löggiltra rafverktaka, Samtök rafverktaka, Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir súpufundi þar sem rætt verður um rafbílahleðslu. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. maí kl. 11.30-13.00 í húsnæði Rafmenntar í Stórhöfða 27.

Dagskrá

  • Hleðsla rafbíla – hvað ber að hafa í huga - Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs MVS
  • Rafbílahleðsla – leiðbeiningar - Böðvar Tómasson, fagstjóri hjá EFLU
  • Álagsstýring í fjölbýlishúsum - Þórður Aðalsteinsson, sölustjóri Hleðslu
  • Fyrirspurnir til slökkviliðsins - Einar Bergmann Sveinsson og Vernharð Guðnason frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.