Fréttasafn



16. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Góð mæting á rafrænan fund um kjarasamninga iðnaðarmanna

Meistaradeild SI stóð fyrir rafrænum fundi um kjarasamninga iðnaðarmanna með áherslu á breytingar sem taka gildi um áramótin. Gestur fundarins var Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, og fjallaði hann um launabreytingar, virkan vinnutíma, yfirvinnu 1 & 2 og úrræði atvinnurekanda ef draga þarf úr launakostnaði. Á fundinum var bent á að hægt er að senda fyrirspurnir á vinnumarkaðssvið SA í gegnum Þínar síður en þar er einnig að finna mikið af upplýsingum um vinnumarkaðsmál á lokuðu svæði.

Fundurinn sem var vel sóttur var eingöngu fyrir félagsmenn meistaradeildar SI en á fundinn mættu rúmlega 60 manns. Áður en Ragnar hóf sitt erindi sagði Jón Sigurðsson, formaður Meistaradeildar SI, að síðustu vikurnar hafi nokkur fjöldi félagsmanna meistaradeildarinnar haft samband vegna breytinga á kjarasamningum iðnaðarmanna sem taka gildi núna um áramótin en þá komi til framkvæmda samningsbundin krónutöluhækkun samhliða því að prósentuhlutfall yfirvinnu 1 & 2 breytist. „Í ljósi þess að félagsmenn okkar vilja hafa þessa hluti í lagi ákvað ég að stilla upp þessum fundi meistaradeildarinnar og fá Ragnar Árnason, forstöðumann vinnumarkaðssviðs SA, til að fara yfir helstu atriði í kjarasamningum iðnaðarmanna en einnig að herða á þeim atriðum sem hvað oftast koma inn á borð sérfræðinga vinnumarkaðssviðs SA.“

Kjara4