H. Árnason fær D-vottun
Fyrirtækið H. Árnason hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.
Hjörtur Árnason og Elín Guðmundsdóttir eru stofnendur og eigendur fyrirtækisins. Hjörtur er forstjóri og Elín er framkvæmda- og fjármálastjóri fyrirtækisins. H. Árnason var stofnað árið 1994 og hefur ætíð verið starfrækt sem alhliða tölvuþjónustufyrirtæki með góðri viðgerðaraðstöðu í Mörkinni 3. Helstu verkefni er uppsetning og rekstur á tölvukerfum hjá fyrirtækjum svo sem uppsetning netkerfa, netþjóna og annars borðtölvubúnaðar. Fyrirtækið býður jafnframt tölvubúnað, forrit, uppsetningu, innleiðingu og þjálfun starfsmanna.