Fréttasafn



30. mar. 2020 Almennar fréttir Menntun

Iðan breytir námskeiðum í fjarnám

Iðan hefur brugðist við breyttum aðstæðum vegna COVID-19 og býður nú fjölmörg námskeið í fjarnámi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hildi Elínu Vignir, framkvæmdastjóra Iðunnar, sem segir að síðustu tvær vikur hafi verið óvanalegar í starfseminni. „Því við eins og aðrar menntastofnanir þurftum bara að skella í lás og loka. En við ákváðum að hætta ekki fræðslustarfinu heldur flytja allt sem við mögulega gætum yfir í streymi sem að fólk er þá að fylgjast með heiman frá sér í rauntíma.“ Í fréttinni kemur fram að allt kapp sé nú lagt á vefnámskeiðsgerð af ýmsu tagi. Þá segir Hildur Elín að um 19.000 þúsund manns hafi verið að fylgjast með og horfa á frímínútur á föstudegi með Ara Eldjárn sem streymt er frá vef Iðunnar.

Á vef Iðunnar eru t.d. námskeið í boði fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar.