Fréttasafn20. nóv. 2020 Almennar fréttir Menntun

Iðn- og verknám til umfjöllunar í Kveik

Fjallað er um iðn- og verknám í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV þar sem Þóra Arnórsdóttir ræðir meðal annars við Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, verkefnastjóra í menntamálum hjá SI, Hildi Ingvarsdóttur, skólameistara Tækniskólans, Ársæl Guðmundsson, skólameistara Borgarholtsskóla, Guðríði E. Arnardóttur, skólameistara MK, og Hildi Elínu Vigni, framkvæmdastjóra Iðunnar. Einnig er rætt við Jón B. Stefánsson, fyrrverandi skólameistara Tækniskólans og núverandi fulltrúa menntamálaráðuneytisins í starfshópi sem á að setja fram tillögur að breyttu og bættu kerfi, þar sem starfa saman Samtök sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, framhaldsskólarnir ásamt ráðuneytinu.

Í þættinum kemur fram að hutfall nýnema sem innritast á starfsnámsbrautir hafi verið svipað síðasta áratuginn eða 14-18%, að undanskildu 2014 þegar það fór yfir 20%. Sambærilegt hlutfall í ríkjum Evrópusambandsins er um 50%. Umsóknum hafi fjölgaði samt töluvert í haust þannig að það séu vísbendingar um að þetta sé að breytast.

Einnig er rætt við fjölmörg ungmenni og nemendur í mismunandi iðngreinum. Meðal þeirra eru Andrea Sól Svavarsdóttir, sem er í námi í dúklögn og veggfóðrun í Tækniskólnum, Axel Högnason, sem er gullsmiður, og Guðrún Ragna Karlsdóttir, sem er í grunnámi bíliðna í Borgarholtsskóla

Á vef RÚV er hægt að horfa á þáttinn.