Fréttasafn



24. feb. 2017 Almennar fréttir

Innviðir til umfjöllunar á Iðnþingi 2017 í Hörpu

Skráning er hafin á Iðnþing 2017 sem haldið verður í Hörpu 9. mars næstkomandi kl. 14.00-16.30. Öflugir innviðir - Lífæð samfélagsins er yfirskrift Iðnþingsins að þessu sinni. Að loknum ávörpum formanns SI og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður fjallað um málefni sem skipta miklu fyrir samkeppnishæfni Íslands.  

Dagskrá

Ávarp formanns SI 

  • Guðrún Hafsteinsdóttir


Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir


Glímt við þjóðveginn 
- Samgöngur og uppbygging

  • Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
  • Baldvin Einarsson, sviðsstjóri hjá Eflu
  • Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERK
  • Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 


Ég á mér draum um straum 
- Raforka og orkuskipti

  • Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Norðurál 
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
  • Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís 

 

Er ekki tími til kominn að tengja? 
- Samskipti og gögn

  • Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstrar Advania
  • Orri Hauksson, forstjóri Símans
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Business Manager hjá Marel
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 

 

Farðu alla leið
- Markmið og metnaður

  • Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI