18. júl. 2018 Almennar fréttir

Ísland fellur um 10 sæti á nýsköpunarmælikvarða GII

Ísland fellur um 10 sæti í nýsköpunarmælikvarðanum Global Innovation Index en samkvæmt mælingu fyrir 2018 er Ísland nú í 23. sæti en var á síðasta ári í 13. sæti yfir þau ríki sem standa fremst í nýsköpun. Á toppnum trónir Sviss sem einnig var í fyrsta sæti á síðasta ári. Holland er í 2. sæti og Svíþjóð í 3. sæti og hafa löndin skipt um sæti milli ára en á síðasta ári var Svíþjóð í 2. sæti og Holland í 3. sæti. Bretland er í 4. sæti og fer upp fyrir Bandaríkin sem er nú komið í 6. sæti. Singapore er í því 5. 

Hin Norðurlöndin raðast þannig að Finnland er í 7. sæti og fer upp um eitt um sæti. Danmörk er í 8. sæti og fellur niður um tvö sæti frá síðustu mælingu. Noregur er áfram í 19. sæti listans. Botnsæti listans vermir Yemen með lægsta skor af þeim126 löndum sem eru mæld. 

Þetta er í ellefta skiptið sem listinn er tekinn saman en að framkvæmdinni standa Cornell University, INSEAD og World Intellectual Property Organization (WIPO).

Hér er hægt að skoða mælinguna fyrir Ísland.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.