Fréttasafn17. des. 2020 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Íslenskar grænar lausnir á nýrri vefsíðu Grænvangs

Grænvangur kynnir nýja vefsíðu Green by Iceland á rafrænum viðburði í dag 17. desember kl. 13.00-14.00. Grænvangur er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs og mun ásamt Íslandsstofu nýta vörumerkið Green by Iceland til að auka útflutning grænna lausna frá Íslandi. Í gegnum árin hefur orðið til mikil sérfræðiþekking á Íslandi á sviði endurnýjanlegrar orku og grænna lausna. Mikilvægt er að miðla þeirri þekkingu áfram til fyrirtækja og stjórnvalda víða um heim.

DAGSKRÁ

Opnun - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Ávarp stjórnarformanns - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Grænvangs

Verkefni Grænvangs - Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs

Kynning á verkefninu Green by Iceland - Kamma Thordarson, verkefnisstjóri kynninga hjá Grænvangi

Íslensk fyrirtæki og framlag til loftslagsmála
- Alexander Richter, framkvæmdastjóri Orkuklasans
- Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix
- Ríkarður S. Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviðs Landsvirkjunar

Utanríkisþjónustan og útflutningur grænna lausna
- Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking
- Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Tokyo
- Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London
- Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York

Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn.