Fréttasafn



13. sep. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Kynntu sér alþjóðadeild Landakotsskóla

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, heimsóttu Landakotsskóla í gærmorgun og kynntu sér starfsemi alþjóðadeildar skólans. 

Í heimsókninni var rætt um mögulegt samstarf til að efla deildina en Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að bæta umgjörð fyrir erlenda sérfræðinga hér á landi. Kjartan Gunnarsson, stjórnarmaður í Landakotsskóla, Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri og Laurie Berg, deildarstjóri alþjóðadeildar skólans, fóru yfir helstu áskoranir skólans og lýstu yfir vilja til að efla alþjóðlegt nám skólans en í deildinni eru nú um 70 nemendur á öllum skólastigum. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigríður Mogensen, Kjartan Gunnarsson og Laurie Berg.