Leiðbeiningar um upprunamerkingar matvæla
Samtök atvinnulífsins ásamt aðildarfélögum, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin hafa gefið út leiðbeiningar til neytenda, matvælaframleiðanda, verslana og veitingastaða um upprunamerkingar matvæla. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi merkinganna en í leiðbeiningunum er gildandi reglum lýst á einfaldan hátt og settar fram tillögur um merkingar á matvælum sem reglur um upprunamerkingar hafa ekki enn náð til. Hér má sjá bæklinginn á rafrænu formi.