Fréttasafn



11. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Má ekki slá af kröfum um öryggi og gæði

Í Spegilinum síðastliðinn föstudag var rætt um húsnæðisvandann á Íslandi og því velt upp hvort hluti af lausninni gæti verið óhefðbundið húsnæði og „selvbyggeri“ og hvað þyrfti til þess að svo gæti orðið. Meðal þeirra sem rætt var við var Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóra byggingariðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins. Einnig var rætt við Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra Íbúðalánasjóðs, og Drífu Snædal, forseta ASÍ. 

Í umfjölluninni kemur Friðrik meðal annars inn á þátt sveitarfélaganna í byggingu húsnæðis en mikill kostnaður sem greiða þarf til þeirra getur verið Þrándur í Götu ef fólk vill byggja sjálft. Þá þurfi einnig að hafa í huga að uppáskriftir iðnmeistara séu mikilvægar þar sem hafa þarf öryggi að leiðarljósi. Hann sagði að í einhverjum tilvikum geti iðnmeistarar leyft eigendum að gera eins mikið og hægt er en það megi ekki slá af kröfum um öryggi og gæði. Hann vék einnig að fyrirkomulagi á Norðurlöndunum sem er annað en á Íslandi.

Á vef RÚV er hægt að hlusta á Spegilinn í heild sinni.