Fréttasafn27. feb. 2019 Almennar fréttir

Málþing um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna

Málþing um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna verður haldið föstudaginn 1. mars kl. 8.30-10.00 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Þar verður skýrsla nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna kynnt og mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjalla um sýn stjórnvalda á þau tækifæri og áskoranir sem felast í breytingunum að loknum erindum og pallborðsumræðum.

Á vef stjórnarráðsins er hægt að horfa á upptöku frá málþinginu.

Frummælendur eru dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton, Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur, dr. Kristinn Þórisson, forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands og prófessor við HR. Í pallborði sitja Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum og Guðni Tómasson, fjölmiðlamaður, sem einnig stýrir umræðunum.

Á vef stjórnarráðsins er hægt að skrá sig á málþingið. 

 

Island-og-fjorda-idnbyltingin