Fréttasafn7. sep. 2016 Almennar fréttir Mannvirki

Málþing um stöðu húsnæðismála

Íslenski byggingavettvangurinn (ÍBVV) og velferðarráðuneytið boða til málþings þar sem farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í verkefninu „Vandað, hagkvæmt, hratt“ fimmtudaginn 8. september kl. 9.00-12.00 í salnum Hvammi á Grand hótel. Í verkefninu „Vandað, hagkvæmt, hratt“ er leitað leiða til að auka fjölbreytni og framboð á hagkvæmu húsnæði, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágra. Málþinginu er ætlað að vera innlegg í umræðuna sem hefur verið um húsnæðismarkaðinn og þær áskoranir sem takast þarf á við og þann skort sem er á hagkvæmu íbúðarhúsnæði bæði fyrir yngri og eldri kynslóðir. Á málþinginu verður áhersla lögð á að skoða nýjustu breytingar á byggingareglugerð, ástandið á lóðamarkaði og þau atriði sem leitt gætu til lækkunar kostnaðar á íbúðarhúsnæði.

Dagskrá

  • Ávarp – Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræðir um stöðu verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og kynnir nýtt „mælaborð“ velferðarráðuneytisins um húsnæðismál
  • Breytingar á byggingareglugerð með tilliti til lítilla íbúða og smáhýsa – Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
  • Áhrif lóðaverðs og lóðaframboðs á íbúðamarkaðinn – Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI
  • Vistvænt, vandað og vel planað – Sigríður Björk Jónsdóttir og Elín Vignisdóttir, Vistbyggðaráði
  • Hagkvæmni – stöðugleiki – upplýsingar – Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri árstýringar Íbúðalánasjóðs
  • „Vandað“ í „Vandað, hagkvæmt, hratt“ – Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Kostnaðargreining  og hvar er mögulega hægt að lækka íbúðaverð – Hannes Frímann Sigurðsson verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins
  • Íslenskur hugmyndavettvangur – Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá Hornsteinum, Oddur Víðisson arkitekt hjá DAP og Jón Ragnar Magnússon verkefnisstjóri hjá Þingvangi fjalla í þremur stuttum erindum um ólíkar nálganir í smáíbúðum og nýjar leiðir

Að Íslenska byggingavettvanginum standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð, Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður.