Fréttasafn24. okt. 2018 Almennar fréttir

Mismunun í launum eftir kynferði er lögbrot

Samtök atvinnulífsins, SA, birtu í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag auglýsingu sem vekur athygli á því að fyrirtæki sem mismuna fólki í launum eftir kynferði brjóta lög, sóa verðmætum og standa sig verr í samkeppni á markaði.

Á dag er efnt til dagskrár víða um land undir merkjum Kvennafrídags en dagurinn var fyrst haldinn 24. október árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. SA hvetja fyrirtæki og stjórnendur til að sýna sveigjanleika þar sem því verður við komið og veita starfsfólki sínu tækifæri til að taka þátt.

Í auglýsingunni hvetja SA stjórnendur til að halda vöku sinni og mismuna ekki starfsfólki sínu af gáleysi heldur nýta krafta allra jafnt.

Launamunur-kynja-auglysing-SA-jpg