Fréttasafn14. jan. 2020 Almennar fréttir

Námskeið um persónuvernd með notkun staðals

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði um vernd persónuupplýsinga þar sem úskýrðar eru hagnýtar aðferðir við að uppfylla kröfur laga og reglna um persónuvernd með stýringum í staðlinum ISO/IEC 27701. Námskeiðið sem fer fram í húsakynnum Staðlaráðs Íslands í Þórunnartúni 2 verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9-17. Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 og er hægt að skrá sig hér

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja vinna á skipulegan hátt við að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga og reglugerðar ESB um persónuvernd, GDPR. Leiðbeinandi er Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis. 

Á vef Staðlaráðs Íslands er hægt að nálgast dagskrá og frekari upplýsingar um námskeiðið.