Fréttasafn



23. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Norrænir hagfræðingar funda á Íslandi

Hagfræðingar sem starfa innan hagsmunasamtaka í bygginga- og mannvirkjagerð á Norðurlöndunum funduðu á Íslandi dagana 18.-19. september. Á fundinum báru fulltrúar Norðurlandanna saman bækur sínar og ræddu stöðu byggingar- og mannvirkjagerðar. Ljóst var af umræðunni að fjölmargir þættir eru sameiginlegir í þróun norrænna hagkerfa þegar kemur að þessari grein iðnaðarins. Annað er ólíkt s.s. aðgerðir stjórnvalda til að mæta þörf fyrir uppbyggingu innviða þ.m.t. íbúða- og samgöngumannvirkja. Þá er aðgengi að tölulegum upplýsingum nokkuð mismundandi eftir löndum sem hefur áhrif á greiningar á þessu sviði.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, tók á móti hópnum og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi um stöðuna á íslenska markaðnum. Auk fundahalda var boðið upp á heimsókn til Vegagerðarinnar, nýs Landsspítala og á verkstað Marriott hótelsins þar sem Mannvit verkfræðistofa tók á móti hópnum.

Hagfraedingar-september-2019-1-Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, er önnur frá hægri á myndinni. 

Hagfraedingar-september-2019-3-Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi um stöðuna á íslenska markaðnum.

Hagfraedingar-september-2019-5-