Fréttasafn



  • Útflutningsráð Íslands

4. maí 2010

Útflutningsþing 2010 - Sóknarfæri í útflutningi

Íslenskt atvinnulíf efnir til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8:30-13:00 en bakhjarlar þingsins eru Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð Íslands og Íslandsbanki. Þar verða kynnt sóknarfæri í útflutningi og leiðir inn á nýja markaði ásamt því sem birtar verða upplýsingar um stöðu útflutnings í dag.

Á Útflutningsþingi munu stjórnendur leiðandi íslenskra útflutningsfyrirtækja miðla af reynslu sinni og rýna í framtíðina.

Opinberar spár gera ráð fyrir lítilli aukningu útflutnings á næstu árum en íslenskt atvinnulíf vill leggja sitt af mörkum til að þær spár gangi ekki eftir og blása til sóknar. Fjárfesting í útflutningsstarfsemi og aukinn útflutningur Íslendinga er forsenda hagvaxtar.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á vefsíðu Útflutningsráðs eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is, sími 511 4000.

Þátttökugjald er 3.000 kr. sem greiðist við innganginn.

Sjá dagskrá Útflutningsþings hér.