Fréttasafn



  • Bjarni Már Gylfason

5. maí 2010

Vextir þokast hægt í rétta átt

Seðlabankinn lækkaði í morgun vexti um 0,5 prósentur. „Ég átti von á aðeins meiri lækkun“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI og bætir við að allar forsendur séu fyrir myndarlegri vaxtalækkun. „ Gengi krónunnar hefur verið styrkjast lítillega síðustu mánuði og Seðlabankinn hefur ekki verið að grípa inn í a gjaldeyrismarkaði. Þá er verðbólgan að hjaðna og búið fara í gegnum  aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá AGS. Þannig er búið að eyða talsverðri óvissu um aðgengi Íslands að erlendu lánsfé. Loks má ekki gleyma því að eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu er  takmarkaður. Allir þessir þættir styðja við hraðari lækkun á vöxtum en við erum að sjá. Þetta þokast allt í rétta átt en fullhægt að mínu mati“, segir Bjarni Már.