Fréttasafn  • Ár nýsköpunar-lógó

28. okt. 2010

Ár nýsköpunar - fundur 29. október

SI hefur ákveðið að efna til átaksverkefnis sem hlotið hefur nafnið Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjárfesting, farsæld. Markmið verkefnisins er að kynna og efla nýsköpun á breiðum grunni og í öllum starfsgreinum sem leið til endurreisnar íslensku atvinnulífi og vinna að vegvísi til framtíðar með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi.

Samtökin vilja virkja sem flesta til að taka þátt í átakinu og bjóða þess vegna til opnunarfundar þar sem verkefnið verður kynnt fyrir félagsmönnum, samstarfsaðilum, stjórnvöldum og fjölmiðlum.

Opnunarfundurinn verður haldinn 29. október kl. 16.00 í húsnæði Marel, Austurhrauni 9, 201 Garðabæ.

Dagskrá:

Helgi Magnússon, formaður SI

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar fundinn

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI kynnir Ár nýsköpunar

Ólöf Arnalds syngur nokkur lög

Léttar veitingar og spjall. 

Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors

Við hvetjum alla til mæta og fagna upphafi Árs nýsköpunar með okkur.