Fréttasafn  • Borgartún 35

14. apr. 2011

Hönnun í útflutning – umsóknarfrestur til 27. apríl

Samtök iðnaðarins minna á verkefnið Hönnun í útflutning en umsóknarfrestur rennur út 27. apríl nk. Markmiðið er að hvetja til samstarfs fyrirtækja og hönnuða, skapa ný tækifæri í útflutningi jafnframt því að hvetja fyrirtæki til að hefja útflutning.

Þetta er í annað sinn sem farið er af stað með verkefnið og tókst vel til í fyrra skiptið. Fyrirtæki eru því hvött til að skoða hvort þau séu ekki með áhugaverð útflutningsverkefni á borði sem yrðu enn betri ef hönnuður kæmi að verkefninu.

Sjá frétt um verkefnið frá 2009.  

Framlag til samþykktra verkefna er 500 þús. á móti samsvarandi upphæð þátttökufyrirtækis.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér.

Íslandsstofa, Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins standa að verkefninu.

Tilgangur verkefnisins og áherslur eru eftirfarandi:

  • að leiða saman framleiðendur og hönnuði, innleiða sýn hönnunar við vöruþróun og efla þátt hönnunar innan fyrirtækja.
  • auka innlenda framleiðslu á útflutningsvörum hjá framleiðslufyrirtækjum í útflutningi, skapa ný tækifæri í útflutningi, nýta hugvit, hráefni og framleiðslumöguleika.
  • hvetja fyrirtækin til að hefja útflutning þó þau hafi einungis selt á heimamarkaði til þessa.

Verkefnið stendur í 7 mánuði frá því að þátttakendur hafa verið valdir og verða niðurstöðurnar kynntar á sérstakri sýningu. Umsóknarfrestur fyrirtækja er til 27. apríl nk.

Nánari upplýsingar og móttaka umsókna: Björn H. Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is, Hermann Ottósson forstöðumaður, hermann@islandsstofa.is eða inn á www.islandsstofa.is. Upplýsingar má einnig nálgast s. 511 4000.

Hönnuðum er velkomið að hafa samband við Hönnunarmiðstöð Íslands til að fá nánari upplýsingar um verkefnið s.771 2200, www.honnunarmidstod.is.