Fréttasafn  • Liftaekniradstefna_14_april_2011_web

14. apr. 2011

Mikill uppgangur í líftækniiðnaði

Vel á annað hundrað manns sóttu fund um líftækniiðnaðinn í húsakynnum Matís í morgun þar sem komu fram mikilvægar upplýsingar um allt sem tengist þessum arðbæra en þó ögrandi iðnaði.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er í góðum tengslum við líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki þar.

Nú þótti okkur góður tími til að kynna stöðu mála, framtíðarsýn og afrakstur síðustu ára. Á fundinum voru erindi frá fyrirtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ.

Í kjölfar fundarins var gestum boðið að skoða húsnæði að Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki, sem eru í nánu samstarfi við Matís, komið sér fyrir og var um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins.

Sjá nánar.