Vaxtarsprotinn 2011 verður afhentur á föstudag - fjögur fyrirtæki tilnefnd
Vaxtarsprotinn árið 2011 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal 6. maí næstkomandi klukkan 8:30. Tilgangurinn með Vaxtarsprotanum er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa um leið aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins,/SSP, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
Tilnefnt er í tveimur flokkum. Fyrirtækin Trackwell og Marorka eru tilnefnd í flokki fyrirtækja með ársveltu á bilinu 100-1000 milljónir króna. Handpoint og Gogogic eru hins vegar tilnefnd í flokki fyrirtækja með ársveltu á bilinu 10-100 milljónir króna.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun afhenda viðurkenningar og Vaxtarsprotann 2011.
Dagskrá:
- Tónlist og léttar morgunveitingar
- Greinargerð dómnefndar og afhending viðurkenninga
Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir, formaður SSP.