Ný tækifæri í orkuöflun - fundur á morgun
Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í maí um orkumál. Fyrsti fundurinn ber yfirskriftina: Ný tækifæri í orkuöflun.
Á fundinum verður fjallað um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku. Sjónum er beint m.a. að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig verður horft til betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.
Fundurinn verður haldinn 6. maí í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð, kl. 8.30-10.00.
Dagskrá:
Nýting flutningskerfisins og sveigjanleiki - hvar stöndum við?
Íris Baldursdóttir, deildarstjóri kerfisstjórnar og markaðar hjá Landsneti
Umhverfisvænir kostir í óhefðbundnum orkugjöfum
Ingólfur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og lektor við tækni- og verkfræðideild HR
Vindorka - Möguleikar á Íslandi
Úlfar Linnet, deildarstjóri rannsóknadeildar hjá Landsvirkjun
Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) - staða og horfur 2011
Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri djúpborunarverkefnisins á Kröflusvæði, Landsvirkjun
Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis.