Látum gott af okkur leiða og kaupum brjóstabollur með kaffinu
Landssamband bakarameistara leggur styrktarfélaginu Göngum saman lið mæðradagshelgina, 5. – 8. maí, með sölu á brjóstabollum í bakaríum um land allt. Ágóðinn rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða - brjóstanna vegna.
Styrktarfélagið Göngum saman stendur fyrir fjölskyldugöngu á mæðradaginn sem er 8. maí og verður lagt af stað frá Skautahöllinni í Laugardal kl. 11. Eftir gönguna ef tilvalið að koma við í næsta bakaríi, kaupa brjóstabollur fyrir göngugarpana og styrkja um leið gott málefni.
Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar myndarlegum styrkjum í október ár hvert. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til bættrar heilsu og til eflingar styrktarsjóðs félagsins.