Fréttasafn  • Borgartún 35

24. maí 2011

Hönnun í útflutning - auglýst er eftir umsóknum hönnuða

Auglýst er eftir hönnuðum til samstarfs í þróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar.

Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Þátttakendur í verkefninu munu fá framlag að upphæð 500.000 kr. til að standa straum af hönnunarkostnaði, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins.

Búið er að velja 8 fyrirtæki úr innsendum umsóknum til þátttöku í verkefninu. Fyrirtækin sem taka þátt eru:


Amivox
Bjarmaland
Matorka
Raven Design
Saga Medica
Sif Cosmetics
Triton

Tvö þessara fyrirtækja leita nú að hönnuðum til samstarfs, en þau eru:
Amivox
Raven Design

Lýsing á þróunarverkefnum fyrirtækjanna er að finna í viðhengi hér að neðan. 

Verkefnislýsing Amivox

Verkefnislýsing Raven Design

Áhugasamir hönnuðir eru beðnir að senda inn umsókn þar sem fram kemur hvaða fyrirtæki þeir hafi áhuga á samstarfi við og hvers vegna. Umsóknir skulu innihalda ferilskrá hönnuðar ásamt dæmum um verkefni. Umsóknin má að hámarki vera fjórar A4 síður. Valnefnd fer yfir innsendar umsóknir og hönnuðir verða kallaðir í samtal.

Umsóknir skal senda til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Pósthólf 590, 121 Reykjavík.

Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 3. júní 2011.

Valnefnd skipa:
Egill Egilsson, iðnhönnuður,
Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður FÍT,
Kristín Gunnarsdóttir, Hönnunarmiðstöð Íslands

Nánari upplýsingar veitir Björn H. Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is, s. 511 4000.