Fréttasafn



  • ibl_net

11. jan. 2012

Iðnaðarblaðið komið á vefinn

Iðnaðarblaðið, þjónustumiðill iðnaðarins, kemur út mánaðarlega og er dreift með Morgunblaðinu. Þar má finna fréttir og umfjallanir tengdar öllum helstum starfsgreinum íslensks iðnaðar. Blaðið er nú að hefja sitt fjórða útgáfuár og í tilefni þess hefur útgefandi blaðsins, Goggur útgáfa, nú opnað vefsíðuna www.idnadarbladid.is. Þar geta áhugasamir lesið viðtöl, fréttaskýringar og annað efni sem birst hefur í blaðinu, ásamt því að fylgjast með nýjustu fréttum úr íslenskum iðnaði.
Ritstjóri blaðsins er Sigurjón M. Egilsson.