Aurum hlaut Njarðarskjöldinn
Fyrst um sinn var helsta markmið Guðbjargar að bjóða uppá einstaka íslenska skartgripi, smíðaða og hannaða hérlendis af henni sjálfri. Hún sá strax tækifæri á íslenskum markaði þar sem að skartgripirnir sem hún smíðaði voru frábrugðnir því sem höfðu verið í boði í borginni.
Árið 2009 stækkaði Aurum verslun sína og bætti við hönnunar- og gjafavöru deild. Erlendir ferðamenn hafa orð á því að verslunin bjóði uppá gott úrval af gjafavöru sem þeir hafi ekki rekist á áður á ferðum sínum. Hönnunar- og gjafavaran sem Aurum býður upp á kemur víða að, bókstaflega frá öllum heimshornum og lögð er rík áhersla á fjölbreytni í vöruúrvali. Breitt úrval skartgripa vekur sömuleiðis athygli; ekki síst fjöldi skartgripalína eftir sama hönnuð. Einnig meta gestir og viðskiptavinir Aurum upplifunina mikils. Erlendum ferðamönnum sem og íbúum borgarinnar finnst gaman að heimsækja verslunina án þess endilega að vera í verslunarhug. Þannig virkar verslunin sumpart einsog gallerí þar sem augað rekst á eitthvað forvitnilegt og fallegt í hverju horni.
Framtíðarsýn Guðbjargar er að Aurum verði alhliða vörumerki þar sem hún mun spreyta sig í vöruhönnun samhliða skartgripahönnuninni.
Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Að afhendingu Njarðarskjaldarins ár hvert standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Kaupmannasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Global Blue á Íslandi og Taxfree Worldwide – Ísland.