Fréttasafn



  • SvanaHBjornsdottir

20. nóv. 2012

Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum veiti skattaafslátt

Samtök atvinnulífsins leggja til að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum verði tekinn upp. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og forstjóri Stika, talaði fyrir tillögunni á fundi SA um skattamál þann 9. nóvember sl. en SI hafa lagt mikla áherslu á að tillagan verði að veruleika. Á fundi SA sagði Svana m.a. að til að Ísland geti verið samkeppnishæft á heimsvísu og búið við velsæld þurfi viðvarandi hagvöxt. Undirstaða þess sé fjölbreytt atvinnulíf sem byggi á þekkingu og hugviti sem skapi verðmæti til útflutnings. Nýsköpun og öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sé nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Sjá nánar á vef SA