• Matis

20. nóv. 2012

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi - úthlutun styrkja 2013

AVS rannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna tengdum sjávarútvegi.
 

Umsóknarfrestur er til 3. desember nk.

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Flokkar umsókna:

Rannsókna- og þróunarverkefni

Smáverkefni - forverkefni

Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Nánari upplýsingar um AVS rannsóknasjóðinn og umsóknareyðublað


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.