Fréttasafn



  • Matis

20. nóv. 2012

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi - úthlutun styrkja 2013

AVS rannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna tengdum sjávarútvegi.
 

Umsóknarfrestur er til 3. desember nk.

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Flokkar umsókna:

Rannsókna- og þróunarverkefni

Smáverkefni - forverkefni

Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Nánari upplýsingar um AVS rannsóknasjóðinn og umsóknareyðublað