Fréttasafn



  • undirskrift1

12. mar. 2013

Félag ráðgjafarverkfræðinga gengur til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Júlíus Karlsson, formaður FRV skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl n.k.

Samtökin fagna þessum góða liðsauka en með breytingunni er lagður grunnur að enn sterkari samtökum sem gæta hagsmuna íslensks iðnaðar. Fyrirtækin í FRV hafa snertiflöt við öll svið íslensks atvinnulífs og með aðild að SI eykst enn frekar slagkraftur samtakanna í þágu allra félagsmanna.

Með aðildinni taka samtökin að sér almenna starfssemi og hagsmunagæslu fyrir FRV. Í því felst m.a. úttekt á laga- og reglugerðarumhverfi FRV, umsagnir um lagafrumvörp sem hafa áhrif á starfsskilyrði félagsmanna í samstarfið við laganefnd FRV, sérstök vöktun á lagasetningum tengdum innleiðingum á ESB tilskipunum sem snerta starfssemi FRV og síðast en ekki síst munu samtökin reyna að hafa áhrif á stjórnvöld til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra verkfræðifyrirtækja.