Aðvörun vegna vörusvika
Matvælastofnun í Bretlandi hefur gefið út viðvörun vegna svika við vörupantanir.
Pantanirnar eru gerðar í nafni raunverulegra matvælafyrirækja á borð við ASDA, Sainsbury´s, The CO-Operative, Marks & Spencer og Wm Morrison Supermarkets PLC.
Tjónið er mismikið en getur hlaupið á hundruð þúsundum evra/punda.
Full ástæða er til þess að hvetja íslensk útflutningsfyrirtæki að vera vakandi fyrir svikamyllum á borð við þessa.
Hér má sjá fréttatilkynningu Matvælastofnunarinnar í Bretlandi (FSA)