Fréttasafn3. mar. 2014

Bein útsending frá Menntadegi atvinnulífsins

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu í dag á Menntadegi atvinnulífsins. Um 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu hafa boðað komu sína á ráðstefnu um menntamál atvinnulífsins sem hefst kl. 13 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá ráðstefnunnar verður send út í beinni útsendingu á vefnum en sérstakur gestur menntadagsins er Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

BEIN ÚTSENDING FRÁ MENNTADEGINUM 

Efling menntunar og framhaldsfræðslu er brýnt hagsmunamál fyrirtækja því það eykur samkeppnishæfni þeirra. Á Menntadegi atvinnulífsins munu forsvarsmenn fjölbreyttra fyrirtækja fjalla um mikilvægi menntunar starfsfólks og nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu. Greint verður frá áhugaverðum niðurstöðum nýrrar rannsóknar á viðhorfum framahaldsskólanema á Íslandi til bóknáms og verknáms.

Sjá nánar