Fréttasafn



25. mar. 2014

Malbikun KM hlýtur D - vottun

Malbikun KM ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Malbikun KM var stofnað árið 1998 af Kristjáni B. Árnasyni og Margréti Stefánsdóttur. Meginstarfsemi fyrirtækisins eru malbikunarframkvæmdir og verkefni þeim tengdum. Einnig tekur fyrirtækið að sér jarðvinnuverkefni, snjómokstur og fleira.

Malbikun KM hefur unnið að stórum sem smáum verkefnum víða um land auk þess að sinna öðrum sérhæfðari verkum.