Fréttasafn28. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn FRA

Aðalfundur Félags rafverktaka á austurlandi, FRA, var haldinn fyrir skömmu á Hótel Héraði. Að fundinum loknum bauð Johan Rönning til kvöldverðar á hótelinu. Ný stjórn var kjörin á fundinum en í henni sitja Svanur F. Jóhannsson, Þórarinn Hrafnkelsson, Hrafnkell Guðjónsson og Ómar Ársæll Yngvason.

Á myndinni hér fyrir ofan er ný stjórn FRA ásamt viðskiptastjóra á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri, Svanur F. Jóhannsson, Þórarinn Hrafnkelsson, Hrafnkell Guðjónsson og Kristján Daníel Sigurbergsson. Á myndina vantar Ómar Ársæl Yngvason.

Mynd-2_1543406131521Hér eru Hafsteinn Þorvaldsson, Árni Magnússon, Þórarinn Hrafnkelsson, Svanur F, Jóhannsson, Hrafnkell Guðjónsson, Tómas R. Zoëga og Máni Sigfússon

Mynd-3Fundarmenn og makar í kvöldverði á Hótel Héraði.