Fréttasafn3. júl. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Samtaka gagnavera

Ný stjórn Samtaka gagnavera (DCI) hefur tekið til starfa. Í stjórninni eru Jóhann Þór Jónsson hjá Advania Data Centers sem er formaður stjórnar, Dominic Ward hjá Verne Global og Björn Brynjúlfsson hjá Borealis Data Center.  

DCI (Data Centers Iceland) er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins sem hefur þann tilgang að vinna að stefnu og hagsmunum rekstraraðila gagnavera á Íslandi. Samtökin voru stofnuð 2012. Fyrirtækin sem eru í samtökunum eru átta talsins:

  • Advania Data Centers ehf.
  • Borealis Data Center ehf.
  • Fjarskipti hf.
  • Nýherji hf.
  • Opin kerfi hf.
  • Sensa ehf.
  • Síminn hf.
  • Verne Holdings ehf.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Dominic Ward, Björn Brynjúlfsson og Jóhann Þór Jónsson.