Fréttasafn10. jún. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn SART

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Samtaka rafverktaka, SART, sem haldinn var síðastliðinn föstudag á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Fyrir fundinn buðu heildsölurnar Johan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum í hádegisverð. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Árni Sigurjónsson, formaður S, ávarp og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi Íslenska hagkerfið – Byggingar og mannvirkjagerð á tímum COVID-19. Einnig greindi Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNT, fundarmönnum frá starfseminni á síðastliðnu ári.

Á myndinni hér fyrir ofan er stjórn SART, talið frá vinstri, Sævar Óskarsson - Póllinn Ísafirði, formaður FLRVF, Pétur H. Halldórsson - Raftækjasalan Reykjavík, formaður FLR, Aðalsteinn Þór Arnarson - Raffó Siglufirði, formaður FRN, Magnús Guðjónsson - Glitnir Borgarnesi, formaður FLRVL, Sigurður Gunnarsson - Öreind Reykjavík, formaður FRT, Arnbjörn Óskarsson - A. Óskarsson Keflavík, formaður RS, Hjörleifur Stefánsson - Nesraf Keflavík, formaður SART, Svanur Freyr Jóhannesson - Launafl Reyðarfirði, formaður FRA, og Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART. Á myndina vantar Magnús Gíslason, formann FLRS, og Helga Rafnsson, varaformann FLR og Sigurð Val Pálsson, FLR.

Adalfundur-juni-2020-2-_1591734744533Framkvæmdastjórn SART, talið frá vinstri, Pétur H Halldórsson, Hjörleifur Stefánsson, Svanur Freyr Jóhannesson og Kristján D. Sigurbergsson. Á myndina vantar Helga Rafnsson.

Adalfundur-juni-2020-5-Hjörleifur Stefánsson, formaður SART.

Adalfundur-juni-2020-6-Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Adalfundur-juni-2020-3-

Adalfundur-juni-2020-4-